Aðalfundur samtaka um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna 2015

Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi boða til aðalfundar að Hallveigarstöðum miðvikudaginn 23. september kl. 17. 

Dagskrá fundar eru hefðbundin aðalfundarstörf: 

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar. Skriflegar tillögur félagsmanna um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund og skulu þær fylgja endanlegri dagskrá. Þær þurfa samþykki meirihluta fundarmanna. 
  5. Ákvörðun félagsgjalds næsta árs.
  6. Kosning stjórnar. Framboð til stjórnarstarfa skulu hafa borist stjórn eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund og skulu þau fylgja endanlegri dagskrá.
  7. Kosning skoðunarmanna reikninga 
  8. Önnur mál