Starfs- og siðareglur stjórnar Félags um Fjöruverðlaunin

Trúverðugleiki Fjöruverðlaunanna hvílir á því að störf stjórnar séu hafin yfir allan vafa. Ætlast er til að stjórn kynni sér og fari eftir þessum starfsreglum.

  1. Stjórn Fjöruverðlaun er skipuð á aðalfundi. Í stjórn sitja 5 konur sem fá kosningu til þriggja ára í senn og skipta með sér ólaunuðum verkum.
  2. Stjórn fundar eftir hentugleikum, og hefur samband sín í milli á vefpósti verðlaunanna eða á lokuðum hóp á samfélagsmiðlum.
  3. Ritari skráir fundargerð og varðveitir á dropboxi. Gjaldkeri sækir um styrki, sér um ársuppgjör, og heldur til haga kvittunum. Stjórn skipar tengilið sem sér um samskipti við dómnefndir. Allur póstur fari í gegnum netfang Fjöruverðlaunanna.
  4. Starfsárið miðast við afhendingu verðlauna. Nýtt starfsár hefst þegar verðlaun hafa verið veitt.
  5. Eigi stjórnarkona hlutdeild í bók sem lögð verður fram til Fjöruverðlaunanna ber henni að víkja úr stjórn á því starfsári.
  6. Öll skjöl, ályktanir, upplýsingar um tilnefndar bækur, dómnefndarkonur og annað sem varðar verðlaunin skal vista á dropboxhólfi verðlaunanna með skipulögðum hætti.
  7. Stjórnarkonur skulu ekki vera fastir starfsmenn bókaforlaga eða annarra hagsmunaaðila.

September 2016