Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna og kvára á Íslandi

Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna og kvára á Íslandi.

Fjöruverðlaunin eru veitt árlega í þremur flokkum: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, og flokki barna- og unglingabókmennta.

Kynnist verðlaunahöfum fyrri ára og fylgist með tilnefningum þessa árs!

Skráið ykkur á póstlista og gangið í félag um Fjöruverðlaunin!

Verðlaunahafar

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhússins þann 8. mars 2023.

Verðlaunin hlutu:

Í flokki fagurbókmennta: Urta eftir Gerði Kristnýju (Mál og menning)

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur (Sögufélagið)

Í flokki barna- og unglingabókmennta: Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur (Mál og menning)

Lesið meira um bækurnar hér og kynnist öðrum verkum Fjöruverðlaunanna hér.

Ganga í félagið

Hjálpið okkur að veita bókmenntaverðlaun kvenna og kvára á Íslandi næstu árin.

Gangið í félag um Fjöruverðlaunin! Árgjald er 2.500 kr.