Þátttaka

Hvaða bækur koma til greina?

Miðað er við að til að bækur teljist hæfar til að vera í Fjöruverðlaunapottinum séu þær:

  • vera skrifaðar af konu/konum eða kvári/kvárum
  • frumútgáfa sé á íslensku
  • gefnar út af forlagi á Íslandi
  • koma út í fyrsta sinn á því ári sem um ræðir (ekki endurútgáfur)
  • innihaldi texta af einhverju tagi
  • að kona/konur eða kvár eigi a.m.k. 50% af textanum í bókinni, eða að kona/konur eða kvár séu helmingur höfunda (ef margir)

Ef upp koma vafaatriði er það hverrar dómnefndar fyrir sig að vega og meta hvort umrædd bók skuli talin gjaldgeng eða ekki.

Hvernig er bók skráð til þátttöku?

Á hverju hausti auglýsa Fjöruverðlaunin eftir skráningum í verðlaunapottinn. Auglýst er á heimasíðu Fjöruverðlaunanna og Fésbókarsíðu þeirra, og hvatning er send til útgefenda á póstlista Félags íslenskra bókaútgefenda.

Útgefendur skrá bækur til þátttöku og ákveða í hvaða flokki þær taka þátt. Það er útgefendum að kostnaðarlausu að setja bækur sínar í pottinn en útgefendur þurfa að gera eftirfarandi:

a) Senda lista yfir allar bækur útgefanda eftir konur og kvár og áætlaðan útgáfutíma þeirra til stjórnar Fjöruverðlaunanna fyrir 1. nóvember.

b) Afhenda þrjú eintök af hverri bók Félagi íslenskra bókaútgefenda sem sér um að dreifa bókunum til dómnefnda.

Leiðbeiningar um notkun verðlaunaskjalda Fjöruverðlaunanna

Erla Gerður Viðarsdóttir hannaði  verðlaunaskildi Fjöruverðlaunanna, silfurskjöld fyrir tilnefndar bækur og gullskjöld fyrir verðlaunabækur.

Gullskjöldinn má nota á þeim bókum sem fengið hafa Fjöruverðlaunin. Aðalnotkun gullskjaldarins er sem límmiði til að líma á bókakápu þeirrar bókar sem fengið hefur Fjöruverðlaunin. Einnig er leyfilegt til að nota gullskjöldinn í kynningarskyni (svo sem auglýsingar eða í sérstakri umfjöllun) fyrir verðlaunabókina. Höfundar sem hlotið hafa verðlaun mega einnig nota gullskildina í kynningarefni á komandi bókum, en þá notkun skal þó lágmarka.

Silfurskjöldinn má nota á þeim bókum sem fengið hafa Fjöruverðlaunin. Aðalnotkun silfurskjaldarins er sem límmiði til að líma á bókakápu þeirrar bókar sem fengið hefur Fjöruverðlaunin. Einnig er leyfilegt til að nota silfurskjöldinn í kynningarskyni (svo sem auglýsingar eða í sérstakri umfjöllun) fyrir tilnefndu bókina.

Smellið hér til að hlaða niður reglum um merki Fjöruverðlaunanna.