Afhending Fjöruverðlaunanna 2014

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, árið 2014 verða veitt við hátíðlega athöfn í Iðnó sunnudaginn 23. febrúar kl. 11:00.
Aðgangseyrir með kaffi og samloku er kr. 1500 og hátíðin er opin öllum meðan húsrúm leyfir.

„Heiðursgestur“ hátíðarinnar er skáldkonan Jakobína Sigurðardóttir (1918–1994) og dagskráin er tileinkuð henni og verkum hennar.

Erindi flytja:

Erna Erlingsdóttir: „Höfundur á skökkum stað? Jakobína og bókmenntasagan.“
Ásta Kristín Benediktsdóttir: „Langsjal eða loðkápa? Um frásagnaraðferð í verkum Jakobínu.“

Tónlistarhópurinn Aurora Borealis flytur brot úr tónverkinu Heimtur eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur, dótturdóttir Jakobínu, sem hún samdi við ljóð ömmu sinnar.

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, afhendir verðlaunin.

Veitt eru verðlaun í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, og flokki barna- og unglingabókmennta. Tilnefndar eru:

Barna- og unglingabækur
Sif Sigmarsdóttir: Freyju saga – Múrinn
Sigrún Eldjárn: Strokubörnin á Skuggaskeri
Lani Yamamoto: Stína stórasæng

Fagurbókmenntir
Heiðrún Ólafsdóttir: Af hjaranum
Vigdís Grímsdóttir: Dísusaga – Konan með gulu töskuna
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir: Stúlka með maga – skáldættarsaga

Fræðibækur og rit almenns eðlis
Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur
Gréta Sörensen: Prjónabiblían
Jarþrúður Þórhallsdóttir: Önnur skynjun – ólík veröld

Dómnefndir Fjöruverðlaunanna 2014 skipa:

Fagurbókmenntir:
Sigríður Stefánsdóttir þjóðfélagsfræðingur og verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur og rithöfundur
Guðrún Birna Eiríksdóttir bókmenntafræðingur og kennari

Fræðibækur og rit almenns eðlis:
Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands
Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands

Líf Magneudóttir B.ed. og meistaranemi í íslensku
Helga Birgisdóttir doktorsnemi í barnabókmenntum
Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður