Aðalfundur Fjöruverðlaunanna 5. október

Aðalfundur félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi var haldinn miðvikudaginn 5. október október síðastliðinn.

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa, sem gengu snurðulaust fyrir sig, var rætt um að færa málfar Fjöruverðlaunanna nær kynhlutlaustu máli og var sú tillaga samþykkt einróma. Nokkur umræða varð um félagsgjöld Fjöruverðlaunanna og ákveðið var að hækka þau úr 2000 krónum í 2500 krónur.