Aðalfundur Fjöruverðlaunanna 12. september 2019

Aðalfundur Félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi er haldinn fimmtudaginn 12. september kl. 17:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Á fundinum verða lagðar fram breytingartillögur stjórnar á 7. grein laga Félags um Fjöruverðlaunin sem leggur til breytingar á uppsetningu og starfsemi stjórnar (sjá fyrir neðan), sem og kosið um formann og nýja fulltrúa í stjórn.

Vinsamlegast sendið framboð til formanns eða stjórnar á netfangið bokmenntaverdlaunkvenna@gmail.com fyrir 5. september næstkomandi.

Dagskrá fundar

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar (sjá tillögu stjórnar fyrir neðan). Skriflegar tillögur félagsmanna um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund (þ.e. 13. september) og skulu þær fylgja endanlegri dagskrá. Þær þurfa samþykki meirihluta fundarmanna.
  5. Ákvörðun félagsgjalds næsta árs.
  6. Kosning stjórnar. Framboð til stjórnarstarfa skulu hafa borist stjórn eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund og skulu þau fylgja endanlegri dagskrá.
  7. Kosning skoðunarmanna reikninga
  8. Önnur mál

Lagabreytingatillaga stjórnar

7. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni og 4 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til þriggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn starfar samkvæmt starfsreglum sem hún setur sjálfri sér. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

VERÐI:

7. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 4 félagsmönnum, formanni, 2 meðstjórnendum í aðalstjórn og 1 meðstjórnanda í varastjórn, kjörnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn starfar samkvæmt starfsreglum sem hún setur sjálfri sér. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.