Bókahátíð Fjöruverðlaunanna – laugardaginn 10. desember kl. 13

Fjöruverðlaunin bjóða til Bókahátíðar laugardaginn 10. desember í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík klukkan 13.

Höfundar þeirra bóka sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna 2017 koma saman, kynna sig og lesa úr bókum sínum. Notaleg bókastemning og svigrúm fyrir spurningar og spjall. Öll velkomnin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.

Hægt er að panta jólaplatta á Hannesarholti í aðdraganda bókahátíðarinnar og eftir hana er tilvalið að setjast niður í veitingasal Hannesarholts og fá sér heitan kaffisopa og kökusneið. Við mælum sérstaklega með því að fólk fái sér göngutúr í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðina sem skartar nú sínu fegursta í jólamánuðinum og er orðin fagurlega skreytt.

Níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, í þremur flokkum, og var tilkynnt um tilnefningar við hátíðlega athöfn í Borgarbókarsafninu í Kvosinni þann 6. desember.

Tilnefndar bækur eru:

Fagurbókmenntir

  • Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
  • Kompa eftir Sigrúnu Pálsdóttur
  • Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
  • Hugrekki – saga af kvíða eftir Hildi Eiri Bolladóttur
  • Barðastrandarhreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur

Barna- og unglingabókmenntir

  • Doddi: Bók sannleikans! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur; myndir og kápa Elín Elísabet Einarsdóttir.
  • Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
  • Úlfur og Edda: Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur