Fjöruverðlaunahafi tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016

Elísabet Jökulsdóttir er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016 af Íslands hálfu, ásamt Guðbergi Bergssyni, fyrir bók sína Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett. Elísabet vann Fjöruverðlaunin 2015 og við óskum henni innilega til hamingju með tilnefninguna!

Hér er mynd af Elísabetu á verðlaunaafhendingunni í Höfða 21. janúar 2015. Með henni á myndinni er Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir sem vann Fjöruverðlaunin 2014 og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.