Aðalfundur félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi er haldinn miðvikudaginn 5. október kl. 19:00. Fundurinn er haldinn á rafrænum vettvangi, í gegnum Zoom fjarfundarbúnaðinn.
Til þess að taka þátt í rafrænum aðalfundi er nauðsynlegt að skrá netfang sitt. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku, hér.
Í vikunni barst félagsfólki krafa í heimabanka fyrir félagsgjöldum Fjöruverðlaunanna, 2.000 kr. Við hvetjum félagsfólk allt til að greiða árgjöldin og leggja þar með sitt af mörkum til að tryggja framgang Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi!
Dagskrá fundar
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar. Skriflegar tillögur félagsmanna um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en einni viku fyrir aðalfund (þ.e. 21. september) og skulu þær fylgja endanlegri dagskrá. Þær þurfa samþykki meirihluta fundarmanna.
- Ákvörðun félagsgjalds næsta árs.
- Kosning stjórnar. (Liður fellur niður þar sem kjörtímabil núverandi stjórnar stendur enn yfir)
- Kosning skoðunarmanna reikninga
- Önnur mál