Aðalfundur Félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna var haldinn að Hallveigarstöðum í Reykjavík í dag, 20. september 2017.
Á fundinum var í kosið til nýrrar stjórnar. Úr stjórn véku Ingibjörg Valsdóttir og Lára Jónsdóttir. Þökkum við þeim vel unnin störf í þágu félagsins. Í stjórn voru kosnar Erla E. Völudóttir og Valgerður Þórsdóttir. Áfram sitja í stjórn formaður Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og meðstjórnendur Ásbjörg Una Björnsdóttir og Guðrún Birna Eiríksdóttir. Óskum við nýrri stjórn velfarnaðar í starfi.
Svo gaman var á aðalfundi félagsins, að konur gleymdu algjörlega að taka mynd af nýrri stjórn. Svo þessari frétt fylgir málverk af konum sem dansa frá árinu 1917 eftir Arthur F. Mathews (1860-1945) og Lucia K. Mathews (1870-1955). Myndin er viðeigandi, því mikil gleði ríkir ávallt í Félagi um Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi 🙂