Aðalfundur félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna og kvára á Íslandi var haldinn fimmtudaginn 16. október.
Fámennt en góðmennt var á fundinum, sem haldinn var á Teams. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og gekk fundurinn snurðulaust fyrir sig.
Helga Dögg Björgvinsdóttir var kjörinn nýr formaður Fjöruverðlaunanna, en hún með BA próf í almennri bókmenntafræði og MSc gráðu í viðskiptafræði. Helga hefur víðtæka reynslu af félagsstörfum, og hefur meðal annars setið í stjórn Kvenréttindafélags Íslands, þar af varaformaður í fimm ár, og í stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Var Helgu mikið fagnað á fundinum.
Í stjórn voru einnig endurkjörnar Erla E. Völudóttir gjaldkeri og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir ritari. Ekki bárust framboð til varamanns stjórnar og fól fundurinn nýkjörinni stjórn að skipa í það embætti í vetur.