Ný stjórn Fjöruverðlaunanna

Aðalfundur Félags um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna var haldinn að Hallveigarstöðum í Reykjavík 29. september síðastliðinn.

Á fundinum var í fyrsta skipti kosið til nýrrar stjórnar frá stofnun félagsins 2013.

Úr stjórn véku Védís Skarphéðinsdóttir formaður, Halldóra Sigurdórsdóttir gjaldkeri, Erla Hlynsdóttir og Unnur Jökulsdóttir. Þökkum við þeim vel unnin störf síðustu tvö árin, við að koma þessu nýja félagi á laggirnar.

Á fundinum var kosinn formaður Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir. Í stjórn voru kosnar Ásbjörg Una Björnsdóttir, Guðrún Birna Eiríksdóttir, Ingibjörg Valsdóttir og Lára Jónsdóttir. Óskum við nýrri stjórn velfarnaðar í starfi.

Einnig samþykkti aðalfundur breytingar á lögum félagsins. Ný grein 7 í samþykktum félagsins er nú „Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni og 4 meðstjórnendum,  kjörnum á aðalfundi til þriggja ára í senn.  Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn starfar samkvæmt starfsreglum sem hún setur sjálfri sér. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.“