Styrktaraðilar

Styrktaraðilar

Fjöruverðlaunin hafa aldrei haft fastan styrktaraðila og hafa því ekki verið peningaverðlaun en vinningshafar hafa fengið táknrænan verðlaunagrip og viðurkenningarskjal. Allt starf undirbúningshóps og dómnefnda Fjöruverðlaunanna hefur þar að auki verið launalaust frá upphafi. Engu að síður hafa verðlaunin notið gjafmildi ýmissa sjóða og fyrirtækja og vill undirbúningshópurinn koma bestu þökkum á framfæri til þeirra.

Þeir sem styrkt hafa Fjöruverðlaunin á undanförnum árum eru einkum Menningarsjóður Hlaðvarpans, sem veitt hefur verðlaununum lið frá árinu 2008 og Rithöfundasamband Íslands, sem veitir hópnum faglega aðstoð og frí afnot af húsnæði sambandsins. Einnig hafa verðlaunin hlotið styrki frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, Landsvirkjun og Íslandsstofu.

Aðrir samstarfsaðilar sem eiga þakkir skildar eru: Félag íslenskra bókaútgefenda, sem sjá um dreifingu bóka til dómnefnda, Bókmenntaborgin, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Hannesarholt, Menningarmiðstöðin Gerðuberg, og Iðnó.

Formlegur verndari Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna á Íslandi er borgarstjóri Reykjavíkur – Bókmenntaborgar UNESCO.

lógó bókmenntaborgarinnar