Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, eru veitt árlega í þremur flokkum: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, og flokki barna- og unglingabókmennta.

Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða.

Kynnist verðlaunahöfum fyrri ára og fylgist með tilnefningum þessa árs!

Skráið ykkur á póstlista og gangið í félag um Fjöruverðlaunin!

Verðlaunahafar

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða 19. janúar 2017.

Verðlaunin hlutu:

Í flokki fagurbókmennta:
Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur

Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur

Lesið meira um bækurnar hér og kynnist öðrum verðlaunahöfum Fjöruverðlaunanna.

Ganga í félagið

Hjálpið okkur að veita bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi næstu árin. Gangið í félag um bókmenntaverðlaun kvenna!

Það kostar ekki neitt og þið fáið nýjustu fréttir um bókmenntaverðlaunin sendar í tölvupósti.