Um Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi. Þau eru veitt árlega fyrir bækur í þremur flokkum:

  • Fagurbókmenntir
  • Fræðibækur og rit almenns eðlis
  • Barna- og unglingabækur

Tilgangur Fjöruverðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða.

Lesið meira um sögu Fjöruverðlaunanna, lærið hvernig eigi að tilnefna bók til Fjöruverðlaunanna og gangið í félagið til að tryggja framgang verðlaunanna!

Félag um Fjöruverðlaunin

Félag um Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi, kt. 590215-0900, sér um skipulagningu verðlaunanna.

Hafið samband í netfang bokmenntaverdlaunkvenna[hjá]gmail.com.