Aðalfundur Fjöruverðlaunanna 2023 afstaðinn

Aðalfundur félags um Fjöruverðlaunin var haldinn fimmtudaginn 19. október síðastliðinn.

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa, sem gengu snurðulaust fyrir sig, var samþykkt eftirfarandi breyting á þriðju grein laga félagsins:

Tilgangur félagsins er að halda utan um skipulagningu og framkvæmd Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, sem veitt skulu fyrir marslok á hverju ári.

VERÐUR

Tilgangur félagsins er að halda utan um skipulagningu og framkvæmd Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna og kvára á Íslandi, sem veitt skulu fyrir marslok á hverju ári.