Stofnfundur félags um bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi

Verið velkomin á stofnfund Fjöruverðlaunanna – félag um bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi.

Hlutverk félagsins er að halda utan um skipulagningu Fjöruverðlaunanna og stuðla að framgangi þeirra um ókomin ár.

Fundurinn verður haldinn á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, fimmtudaginn 23. október kl. 17.

Á fundinum mun Jónína Leósdóttir segja frá sögu verðlaunanna, kosið verður um lög félagsins, og kosið verður í stjórn félagsins sem mun sjá um skipulagningu verðlaunanna á næsta ári.

Verið öll velkomin! Kaffi og kökur í boði.