Viltu vinna bók á menningarnótt?
Velkomin í happdrætti Fjöruverðlaunanna og Skáldu, þar sem í vinning eru skáldverk eftir konur og kvár, úrval þeirra 155 bóka sem hafa verið tilnefndar til Fjöruverðlaunanna frá árinu 2007.
Dregið er í happdrættinu fimm sinnum yfir daginn, kl. 12:00, 14:00, 16:00, 18:00 og 20:00, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu 10a og eiga þau kost á vinningi sem eru á staðnum.
Happdrættið er haldið í tilefni kvennaárs 2025.
Fjöruverðlaunin þakka útgáfufélögunum Benedikt, Bjarti, Bókabeitunni, Forlaginu og Sögufélagi sem gefa bækur til vinnings.